Robben fyrstur í 27 ár

Arjen Robben lék vel með Hollendingum á HM.
Arjen Robben lék vel með Hollendingum á HM. AFP

Arjen Robben, leikmaður Bayern München, var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins í Hollandi og er hann fyrsti knattspyrnumaðurinn til að hljóta titilinn þar í landi í 27 ár.

Síðast var það Ruud Gullit sem var kjörinn árið 1987 og á undan honum höfðu tveir knattspyrnumenn verið valdir. Johan Cruyff árin 1973 og 1974 og Abe Lenstra árin 1951 og 1952.

Skautahlauparar hafa verið sigursælir í þessu kjöri, enda margir þeirra verið vinsælustu íþróttamenn Hollendinga um áraraðir. Fjórir skautahlauparar komu næstir á eftir Robben í röðinni, Jorrit Bergsma, Stefan Groothuis, Sven Kramer og Michel Mulder.

Knattspyrnumenn fengu fleiri verðlaun því hollenska landsliðið, sem fékk bronsverðlaunin á HM í Brasilíu, var valið lið ársins í Hollandi og þjálfari þess, Louis van Gaal, var valinn þjálfari ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert