Arnór lagði upp tvö - Jón Guðni og Rúnar í sigurliði

Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason. Ljósmynd/ifknorrkoping.se

Arnór Ingvi Traustason lagði upp tvö mörk fyrir Norrköping í 3:0 útisigri liðsins á Halmstad í sænsku A-deildinni í knattspyrnu í dag þegar önnur umferð deildarinnar kláraðist í kvöld en Norrköping hefur fjögur stig eftir tvo leiki.

Bakvörðurinn Haukur Heiðar Hauksson spilaði allan leikinn fyrir AIK í stórleik umferðarinnar en liðið gerði markalaust jafntefli við Malmö í Malmö en liðin unnu bæði sinn fyrsta leik í deildinni og hafa því bæði fjögur stig.

Jón Guðni Fjóluson og Rúnar Már Sigurjónsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Sundsvall í útisigri liðsins á Åtvidaberg 3:2 en sigurinn var sá fyrsti hjá Sundsvall.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson þurfti hins vegar að draga sig úr leikmannahópi Häcken gegn Djurgården vegna veikinda en liðin skildu jöfn, 1:1, en Häcken hefur eitt stig eftir tvo leiki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert