Titillinn blasir við Barcelona eftir stigamissi Real

Diego Alves ver vítaspyrnu Ronaldo.
Diego Alves ver vítaspyrnu Ronaldo. AFP

Real Madrid varð að sætta sig við jafntefli, 2:2, á heimavelli gegn Valencia í kvöld í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu, og þar með blasir meistaratitillinn við Barcelona sem vann Real Sociedad fyrr í kvöld, 2:0, og er með fjögurra stiga forskot þegar tveimur umferðum er ólokið.

Barcelona er með 90 stig en Real Madrid 86. Barcelona mætir Atlético Madrid á útivelli í næstsíðustu umferðinni og fær svo Deportivo La Coruna í heimsókn í lokaumferðinni, og nægir að vinna annan leikjanna til að verða meistari.

Real Madrid á eftir útileik við Espanyol og heimaleik við Getafe og verður að vinna þá báða og treysta á að Barcelona misstígi sig í báðum leikjunum.

Francisco Alcacer og Javi Fuego komu Valencia tveimur mörkum yfir á fyrstu 25 mínútunum á Santiago Bernabéu í kvöld. Cristiano Ronaldo brenndi af vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Pepe minnkaði muninn í 1:2 á 56. mínútu. Isco jafnaði metin á 84. mínútu, 2:2, og það urðu lokatölurnr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert