Dramatískur sigur Roma í borgarslagnum

Leikmenn Roma gátu fagnað í kvöld, enda ástæða til.
Leikmenn Roma gátu fagnað í kvöld, enda ástæða til. AFP

Roma sigraði Lazio 1:2 í borgarslagnum í Róm í Seríu A á Ítalíu í kvöld eftir ótrúlegar lokamínútur. Sigurmarkið kom nokkrum mínútum fyrir leikslok.

Lazio þurfti aðeins eitt stig í dag til þess að tryggja sér 3. sæti deildarinnar þar sem Napoli tapaði 3:1 fyrir Juventus í gær, en Roma var í 2. sæti, stigi á undan Lazio.

Miroslav Klose, framherji Lazio, fékk sennilega besta færið í fyrri hálfleik, en hann stangaði þá knöttinn rétt framhjá markinu. 

Victor Ibarbo fékk þá gullið tækifæri til að skora á 70. mínútu, en brást bogalistin. Juan Manuel Iturbe, sem kom inná sem varamaður í liði Roma kom liðinu yfir á 73. mínútu áður en Filip Djordjevic jafnaði metin stuttu síðar.

Mapou Yanga-Mbiwa tryggði svo Roma stigin þrjú á 85. mínútu leiksins og gátu stuðningsmenn og leikmenn Roma því fagnað vel og innilega, enda mikið í húfi þegar þessi lið mætast.

Roma er því í 2. sæti með 70 stig þegar einn leikur er eftir á meðan Lazio er með 66 stig í 3. sæti deildarinnar. Lazio og Napoli mætast í lokaleik umferðarinnar, en þar verður barist um síðasta sætið í Meistaradeild Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert