Evrópa endurskoðar stöðu sína innan FIFA

Sepp Blatter fagnar kjörinu ásamt Michel Platini, forseta UEFA.
Sepp Blatter fagnar kjörinu ásamt Michel Platini, forseta UEFA. AFP

Sem kunnugt er var Sepp Blatter endurkjörinn forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, á ársþingi sambandsins í Zürich í dag.

Mikil óánægja hefur verið með Blatter síðustu daga eftir þau hneykslismál sem komu upp hjá sambandinu. Fulltrúar Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gáfu það út fyrir kosningarnar að þau ætluðu að endurskoða stöðu sína innan sambandsins ef Blatter yrði endurkjörinn, og nú virðist það strax vera að gerast.

Fulltrúi Norðmanna gat ekki leynt vonbrigðum sínum á ársþinginu og hafa gefið það út ásamt UEFA að ef breytinga verði ekki að vænta hjá FIFA munu þau alvarlega íhuga að draga sig úr sambandinu um tíma. Þá er umræða um að Evrópuríki muni draga sig úr keppni fyrir næstu heimsmeistaramót, en rannsókn er hafin á spillingu innan herbúða FIFA hvernig staðið var að því að Katar og Rússland halda næstu tvö ót.

Meðal þess sem ríki innan UEFA vilja fá í gegn er að styttra verði í næstu forsetakosningar, þær verði ekki eftir fjögur ár eins og tíðkast hefur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert