Kjósa þarf aftur til forseta FIFA

Atkvæðin voru lesin upp í heyranda hljóði.
Atkvæðin voru lesin upp í heyranda hljóði. AFP

Hvorugur frambjóðandinn til forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, fékk 2/3 hluta atkvæða í fyrstu umferð kjörsins á ársþingi sambandsins í Zürich í dag.

Þeir Sepp Blatter, forseti síðustu sautján ára, og jórdanski prinsinn Ali bin al-Hussein eru í framboði. Blatter hlaut 133 atkvæði, en 140 þurfti til sigurs. Ali hlaut 73 atkvæði. Gildir seðlar voru 206. 

Alls eru 209 knattspyrnusambönd með atkvæðisrétt á þinginu og hefur hvert þeirra sama vægi. 2/3 hluta atkvæða þurfti í fyrstu umferð til að ná kjöri í fyrstu umferð, en nú þarf að grípa til annarrar umferðar þar sem dugar að fá yfir helming atkvæða.

UPPFÆRT

Ali hefur dregið framboð sitt til baka fyrir 2. umferð kosninganna. Blatter heldur velli sem forseti FIFA.

Sjá: Blatter heldur velli sem forseti FIFA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert