Ali og Ginola eru tilbúnir

Ali bin al Hussein.
Ali bin al Hussein. AFP

Jórdanski prinsinn Ali bin al Hussein gerir að óbreyttu aðra tilraun til að verða forseti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, í kjölfarið á afsögn Sepps Blatters í gær.

Ali beið lægri hlut fyrir Blatter, 73:133, í forsetakjörinu í Zürich síðasta föstudag. Ali staðfesti í gærkvöld að hann væri tilbúinn í slaginn ef þess væri óskað. Hann naut stuðnings flestra ríkja Evrópu í kjörinu.

Frakkinn David Ginola, sem á sínum tíma var kjörinn besti knattspyrnumaðurinn bæði í Frakklandi og á Englandi, hyggst einnig bjóða sig fram. Ginola reyndi það einnig fyrir síðasta kjör en fékk ekki nægilegan stuðning til að fá leyfi til framboðs.

Blatter mun sitja áfram fram að aukaþingi, sem fer fram eftir 6-8 mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert