Sjálfsmarkið sem felldi England - myndskeið

Laura Bassett horfir á eftir boltanum í eigið mark í …
Laura Bassett horfir á eftir boltanum í eigið mark í uppbótartíma leiksins. AFP

Sjálfsmark í uppbótartíma kom í veg fyrir að England léki til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu í fyrsta skipti en eins og fram kom á mbl.is áðan vann Japan 2:1 og leikur við Bandaríkin í úrslitaleik keppninnar á sunnudagskvöldið.

England var betri aðilinn, sérstaklega í seinni hálfleiknum, en verður að láta sér lynda að leika við Þýskaland um bronsverðlaunin.

Allt um leik Japan og Englands.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af sjálfsmarkinu sem Laura Bassett skoraði, einnig af hörkuskoti sem Toni Duggan átti í þverslá japanska marksins þegar staðan var 1:1, og svo neðst sést þegar Japan fékk sína vítaspyrnu í leiknum en deilt var um hvort brotið hefði verið innan eða utan vítateigs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert