Kjartan og Bo ná vel saman

Kjartan Henry Finnbogason var markakóngur Horsens í vetur og skoraði …
Kjartan Henry Finnbogason var markakóngur Horsens í vetur og skoraði 11 mörk, öll eftir áramótin. Ljósmynd/achorsens.dk

Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason fór á kostum með liði Horsens í dönsku B-deildinni á síðasta tímabili. Eftir að hafa verið meiddur á fyrri hluta þess héldu honum engin bönd þar sem hann sá nánast alfarið um markaskorun liðsins.

Í marsmánuði skoraði Kjartan sitt fyrsta mark fyrir liðið og þar til tímabilinu lauk núna í júní skoraði Kjartan 11 af síðustu 18 mörkum liðsins í heild sinni og var langmarkahæstur í deildinni ef byrjað er að telja frá þeim tímapunkti.

Vaskleg frammistaða KR-ingsins vakti athygli fjölmargra liða í vor sem hafa spurst fyrir um kappann sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Horsens.

Eftir að hafa rætt við þjálfara sinn og Íslandsvininn skemmtilega, Bo Henriksen, er Kjartan hins vegar spenntur fyrir því að taka annað tímabil með Horsens og ekki skemmir það fyrir að þrjú lið fara upp næsta vor. Hann útilokar þó ekki að fara eitthvað en númer eitt, tvö og þrjú hjá honum er að skora mörk á næsta tímabili.

Spenntur fyrir tímabilinu

„Miðað við hvernig þjálfarinn hefur talað við mig þá erum við að stefna á það að fara upp. Ég er eiginlega bara spenntur fyrir því að taka tímabilið hér. Ef við komumst ekki upp þá er ég samningslaus og vonandi í góðu standi og búinn að skora nokkur mörk. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er að verða 29 á árinu og það er ekkert lið að fara að kaupa mig fyrir stórar fjárhæðir.

En ég vakti athygli á mér á síðasta tímabili og lið hafa verið að spyrjast fyrir,“ sagði Kjartan Henry við Morgunblaðið

Sjá viðtal við Kjartan Henry í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert