„Fara aftur í það að vera mæður og eiginkonur“

Ensku leikmennirnir fagna eftir að hafa unnið til bronsverðlauna.
Ensku leikmennirnir fagna eftir að hafa unnið til bronsverðlauna. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur beðist afsökunar á einkar óheppilegu tísti á opinberu Twitter-síðu þess eftir að enska kvennalandsliðið lauk leik á heimsmeistaramótinu í Kanada þar sem England vann til bronsverðlauna.

„Nú fara stelpurnar okkar aftur í það að verða mæður, eiginkonur og dætur, en þær hafa bætt við öðrum titli – hetjur.“

Tístið fór illa í marga og var að lokum eytt, en forráðamenn enska knattspyrnusambandsins hafa viðurkennt að hægt hafi verið að setja setninguna í karlrembulegt samhengi, en sú hafi ekki verið ætlunin.

„Við vildum sýna að í liðinu eru margir ólíkar persónur sem hafa unnið saman á meðan á mótinu stóð. Við skiljum að hægt sé að taka þetta úr samhengi, en meiningin var sú að deila augnablikinu þegar leikmennirnir hitta fjölskyldur sínar á ný,“ segir í tilkynningu frá sambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert