Tékkar unnu - jafnt í Tyrklandi

Petr Cech og félagar hans í tékknekska landsliðinu leika í …
Petr Cech og félagar hans í tékknekska landsliðinu leika í Kasakstan í kvöld. Eggert Jóhannesson

Á sama tíma og Ísland lagði Hollandi að velli á Amsterdam Arena fóru fram tveir aðrir leikir í A riðli undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi árið 2016.

Tékkar sigruðu Kasaka á heimavelli og Tyrkir og Lettar gerðu jafntefli á heimvelli. 

Íslendingar eru eftir þessa umferð með tveggja stiga forystu á Tékka á toppi A riðils. 

_______________________________________________________________________

90. Leik lokið í Tyrklandi. Leiknum þar lyktaði með 1:1 jafntefli.

90. Leik lokið í Tékklandi með 2:1 sigri Tékka.  

90. MARK. Staðan er 1:1 í Tyrklandi. Valerijs Sabala jafnar metin fyrir Letta gegn Tyrklandi. 

86. MARK. Staðan er 2:1 í Tékklandi. Milan Skoda kemur Tékkum yfir með öðru marki sínu í leiknum. 

79. MARK. Staðan er 1:0 fyrir Tyrkland. 

74. MARK. Staðan er 1:1 í Tékklandi. Milan Skoda jafnar metin fyrir Tékkland gegn Kasakstan. 

46. Leikirnir er hafnir í Tékklandi og Tyrklandi. 

45. Hálfleikur. Staðan er markalaus í Tyrklandi, en heimamenn mæta þar Lettum. Þá er staðan 1:0 fyrir Kasakstan í Tékklandi.

45.  MARK.

21. MARK. Staðan er 1:0 fyrir Kasakstan. Yuri Logvinenko kemur Kasakstan yfir gegn Tékklandi.

1. Leikirnir eru hafnir bæði í Tékklandi og Tyrklandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert