Blatter segir ekkert athugavert við greiðsluna til Platini

Sepp Blatter er forseti FIFA sem hefur verið sakað um …
Sepp Blatter er forseti FIFA sem hefur verið sakað um víðtæka spillingu. AFP

Sepp Blatter segist ekki ætla að segja af sér sem forseti FIFA þrátt fyrir að svissnesk yfirvöld hafi hafið rannsókn vegna gruns um ólöglegt athæfi hans.

Blatter fullyrti í dag að hann hefði „ekkert ólöglegt eða óeðlilegt gert“ sem kallaði á rannsókn yfirvalda. Hann er m.a. grunaður um að hafa farið gegn vilja FIFA þegar hann lét sambandið greiða Michel Platini, forseta UEFA, 1,5 milljón punda árið 2011.

Platini segist hafa fengið greiðsluna vegna starfa sinna fyrir FIFA á árunum 1999 til 2002, en í yfirlýsingu Frakkans til aðildarsambanda UEFA í dag kemur ekki fram hvers vegna hann fékk greiðsluna níu árum síðar. Blatter segir upphæðina hafa verið „réttmæta umbun og ekkert annað“.

Platini stefnir á að taka við Blatter sem forseti FIFA í febrúar á næsta ári, þegar Blatter lætur af embætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert