Lewandowski nálgast markametið

Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski. AFP

Pólski framherjinn Robert Lewandowski, leikmaður þýsku meistaranna í Bayern München, nálgast markametið í undankeppni EM.

Lewandowski skoraði bæði mörk Pólverja í 2:2 jafntefli gegn Skotum í gær og hefur þar með skorað 12 mörk í undankeppninni. Hann getur jafnað metið og slegið það á sunnudaginn en þá taka Pólverjar á móti Írum í úrslitaleik um sæti í úrslitakeppni EM.

Hann vantar aðeins eitt mark til að jafna metið sem er í eigu N-Írans David Healy en hann skoraði 13 mörk í undankeppninni fyrir EM 2008.

Lewandowski hefur farið hamförum síðustu vikurnar en hann hefur skorað 14 mörk í síðustu fimm leikjum sem hann hefur spilað með Bayern og pólska landsliðinu.

Flest mörk í undankeppni EM
13
David Healy, N-Írlandi(2008)

12
Robert Lewandowski, Póllandi (2016)
Klaas-Jan Huntelaar, Hollandi (2012)
Davor Šuker, Króatíu(1996)

11
Raúl González, Spáni (2000)
Toni Polster, Asturríki (1996)
Ole Madsen, Danmörku (1964)

10
Eduardo, Króatíu (2008)
Hristo Stoichkov, Búlgaríu (1996)
Darko Pancev, Makedóníu (1992)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert