Rúnar lagði upp fyrir Jón Guðna (myndskeið)

Jón Guðni Fjóluson í leik með Sundsvall.
Jón Guðni Fjóluson í leik með Sundsvall. Ljósmynd/gifsundsvall.se

Rúnar Már Sigurjónsson lagði upp bæði mörk Sundsvall þegar liðið lagði Helsingborg, 2:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fyrra markið lagði hann upp fyrir Jón Guðna Fjóluson, þegar hann sendi fyrir markið og Jón Guðni stökk hæst í teignum og skallaði boltann í netið. Sigurmarkið lagði hann svo upp tveimur mínútum fyrir leikslok, en Sundsvall er í tólfta sæti deildarinnar. Báðir léku þeir allan leikinn.

Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Kristinsson léku svo allan leikinn fyrir Hammarby sem tapaði heima fyrir Malmö, 1:0, en Kári Árnason var ekki með Malmö. Birkir Már átti marktilraun í þverslá og má sjá það hér að neðan, sem og markið hjá Jóni Guðna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert