„Allur heimurinn verður franskur“

Franska landsliðið á æfingu á Wembley í gærkvöld.
Franska landsliðið á æfingu á Wembley í gærkvöld. AFP

„Allur heimurinn verður franskur þegar England og Frakkland eigast við,“ segir Thierry Henry fyrrverandi leikmaður franska landsliðsins í knattspyrnu en Englendingar og Frakka mætast í vinuáttulandsleik á Wembley í kvöld.

Henry er uppalinn í París þar sem hryðjuverk voru framin á föstudagskvöld með þeim afleiðingum að 129 manns létust og fjölmargir liggja slasaðir á sjúkrahúsi. Búist er við því að stuðningsmenn enska landsliðsins taki undir þegar þjóðsöngur Frakka verður spilaður á Wembley en gríðarleg öryggisgæsla verður á vellinum og kringum hann en sem kunnugt sprakk sprengja fyrir utan Stade de France þegar Frakkar og Þjóðverjar áttust við á föstudagskvöldið.

„Ég var í Dubai á föstudagskvöldið þegar ráðist var á mína heimaborg og ég ég get sagt ykkur að ég hef aldrei ég fundist ég vera svona hjálparlaus,“ ritar Henry í vikulegan dálk sinn í enska blaðinu The Sun í dag.

„Ég var að fylgjast með leik Frakka og Þjóðverja á hóteli mínu og jafnvel þótt ég hafi heyrt sprengingarnar þá ég gerði mér ekki strax grein fyrir því hvað var í gangi. Foreldrar mínir búa í úthverfi Parísar, bróður minn starfar á lestarstöð í borginni og einn vinur minn starfar á veitingahúsi sem er nálægt því sem skotárásirnar áttu sér stað, skrifar Henry.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert