Þetta lýsir algjöru virðingarleysi

Bastien Schweinsteiger æfir með varaliði Manchester United.
Bastien Schweinsteiger æfir með varaliði Manchester United. AFP

„Ég trúði þessu varla. Ekkert þessu líkt myndi gerast hjá Bayern München,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern München, um þá meðferð sem þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger hlýtur hjá Manchester United.

Þessi 32 ára gamli leikmaður æfir nú með varaliði Manchester United og var gert að skipta um skáp og sagt að færa sig yfir til varaliðsins.

„Einn eða tveir leikmenn munu hugsa sig vel og vandlega um í framtíðinni áður en þeir fara til svona liðs,“ bætti Rummenigge við.

Otmar Hitzfield, fyrrverandi knattspyrnustjóri Bayern, sakaði United um að lítilsvirða þýska miðjumanninn. „Þetta lýsir algjöru virðingarleysi,“ sagði Hitzfield en Schweinsteiger lék sinn fyrsta leik með Bayern undir hans stjórn árið 2002.

„Mér þykir þessi aðferð undarleg. Schweinsteiger er lykilmaður, heimsmeistari með frábært viðhorf,“ bætti Hitzfield við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert