Endurkoma Ólafs og félaga skilaði stigi í Íslendingaslag

Hjörtur Hermannsson á æfingu með íslenska landsliðinu á árínu.
Hjörtur Hermannsson á æfingu með íslenska landsliðinu á árínu. mbl.is/Eggert

Íslendingalið Randers í dönsku úrvalsdeildinni kom til baka og gerði 2:2 jafntefli við Brøndby, félag Hjartar Hermannssonar í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 

Ólafur Kristjánsson er sem fyrr þjálfari Randers sem hefur byrjað tímabilið með látum en landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er markvörður liðsins og lék allan leikinn, líkt og Hjörtur gerði fyrir Brøndby í miðri vörninni.

Brøndby komst í 2:0 með mörkum á 2. og 37. mínútu en hálfleiksræða Ólafs virðist hafa svínvirkað þar sem liðið kom til baka og jafnaði með tveimur mörkum á 53. og 62. mínútu.

Randers hefur 20 stig í 5. sæti deildarinnar en Brøndby 22 í 2. sæti og missti liðið af dýrmætum stigum í toppbaráttunni en FC København hefur 26 stig í toppsætinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert