Messi sló met stjóra Everton

Ronald Koeman er knattspyrnustjóri Everton og lék með Barcelona um …
Ronald Koeman er knattspyrnustjóri Everton og lék með Barcelona um árabil. AFP

Lionel Messi hefur sett mörg met á ferli sínum í fótboltanum og í gærkvöld tók hann 22 ára gamalt met af núverandi knattspyrnustjóra Everton, Hollendingnum Ronald Koeman.

Koeman skoraði úr 25 aukaspyrnum fyrir Barcelona á árunum 1989 til 1995. Í gærkvöld, þegar Barcelona vann Athletic Bilbao, 3:1, í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar, náði Messi að slá metið þegar hann skoraði úr aukaspyrnu og gerði það í 26. skipti fyrir félagið.

Koeman var vel með á nótunum og óskaði Messi til hamingju á Twitter:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert