Kári missir af þriðja leiknum

Kári Árnason á landsliðsæfingu.
Kári Árnason á landsliðsæfingu. Ljósmynd/Wu Zhi Zhao

Kári Árnason, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, er enn fjarri góðu gamni eftir að hafa brákað rifbein í leik með Omonia Nicosia á Kýpur um fyrri helgi.

Kári er ekki í leikmannahópi Omonia fyrir seinni leik liðsins gegn Apollon Limassol í átta liða úrslitum bikarkeppninnar sem fram fer í dag og það verður því þriðji leikurinn sem hann missir af.

Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM eftir einn mánuð og það eru því enn ágætar líkur á að Kári verði með í þeim leik. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert