Ísraelar vilja sjá árangur strax

Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson var í vetur keyptur frá norska meistaraliðinu Rosenborg til Maccabi Haifa í Ísrael og hóf að leika með liðinu í janúar. Hólmar segir viðbrigðin óneitanlega vera töluverð.

„Þetta er öðruvísi en annað sem ég hef kynnst á ferlinum. Ástríðan er mjög mikil. Við erum með 25-30 þúsund manns á leikjum og Ísraelarnir hafa mikinn áhuga á fótbolta. Pressan er til staðar og stuðningsmennirnir vilja sjá liðið ná árangri. Þeir vilja sjá árangur núna og það þýðir ekkert að bjóða þeim upp á einhverjar framtíðaráætlanir varðandi árangur.

Þetta er skemmtilegt en allt öðruvísi umhverfi en það sem maður kynntist í Noregi. Vissulega var pressa á okkur að standa okkur hjá Rosenborg og við gerðum það. Þar fékk ég ekki að reyna hvernig stemningin er þegar árangurinn er ekki eftir væntingum,“ sagði Hólmar, sem varð norskur meistari bæði ár sín með Þrándheimsliðinu, þegar Morgunblaðið spjallaði við hann á landsliðsæfingu fyrir leikinn gegn Kósóvó sem fram fer í Shkodër í kvöld.

Sjá allt viðtalið við Hólmar og allt um leikinn gegn Kósóvó í kvöld í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert