Enn vinna Sverrir og félagar

Sverrir Ingi Ingason
Sverrir Ingi Ingason Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Glæsileg byrjun Sverris Inga Ingasonar hjá rússneska liðinu Rostov heldur áfram. Sverrir hefur nú leikið fimm leiki fyrir liðið og hafa fjórir þeirra unnist. Rostov hafði betur gegn Ufa á útivelli í dag, 4:1, sem var þeirra fjórði sigur í röð. 

Rostov er í öðru sæti deildarinnar eftir þennan sigur, en liðið hefur jafn mörg stig og Zenit Pétursborg sem er í efsta sæti deildarinnar sökum þess að liðið er með hagstæðari markatölu en Rostov og Lokomotiv Moskva sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Sverrir Ingi gekk til liðs við Rostov frá spænska liðinu Granada, en hlutskipti liðanna tveggja er ansi ólíkt. Sverrir Ingi féll með Granada á síðustu leiktíð, en virðist ætla að taka þátt í toppbaráttu með Rostov á þessari leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert