Granqvist rauf einokun Zlatans

Andreas Granqvist og Kosovare Asllani voru valin þau bestu í …
Andreas Granqvist og Kosovare Asllani voru valin þau bestu í Svíþjóð. Ljósmynd/fotbollsgalan

Andreas Granqvist hreppti gullboltann á uppskeruhátíð sænskra knattspyrnumanna sem haldin var í kvöld.

Þetta þótti tíðindum sækja því Zlatan Ibrahimovic hefur einokað þennan titil og var búinn að vinna hann í tíu ár í röð áður en kom að kjörinu í kvöld.

Granqvist, sem leikur með Krasnodar í Rússlandi og er lykilmaður í vörn sænska landsliðsins, var einnig útnefndur varnarmaður ársins en Zlatan fór ekki tómhentur því að hann var kjörinn besti sóknarmaðurinn.

Demantsboltann, sem er veittur bestu konunni, hlaut Kosovare Asllani, leikmaður Linköping og sænska landsliðsins, en hún var einnig útnefnd besti varnarmaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert