Lagt af stað í leik þrátt fyrir kórónuveiruna

Viðar Örn Kjartansson kom til liðs við Yeni Malatyaspor í …
Viðar Örn Kjartansson kom til liðs við Yeni Malatyaspor í janúar. Ljósmynd/Yeni Malatyaspor

Þótt gert hafi verið hlé á flestum deildum í flestum íþróttum víðsvegar um Evrópu er sums staðar haldið áfram þrátt fyrir kórónuveiruna.

Í Tyrklandi er heil umferð á dagskrá í fótboltanum um helgina og þar voru Viðar Örn Kjartansson og samherjar hans í Yeni Malatyaspor í morgun að búa sig undir ferðalag til Kayseri þar sem þeir mæta Kayserispor í úrvalsdeildinni á morgun. Um er að ræða fjögurra tíma rútuferð í vesturátt frá Malatya til Kayseri og vegalengdin nokkurn veginn sú sama og á milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Þetta er lykilleikur í fallbaráttunni en þangað hafa Viðar og félagar dregist eftir slæmt gengi undanfarið. Þeir eru í 14. sæti af 18 liðum, tveimur stigum frá fallsæti og sex stigum á undan  Kayserispor sem situr á botninum í mjög jafnri deild.

Þess ber að geta að í Tyrklandi höfðu í gær aðeins verið skráð tvö tilfelli af kórónuveirunni í þessu fjölmenna landi.

Áður en stigið var upp í rútuna var hún sótthreinsuð rækilega eins og sjá má á þessum myndum sem félagið birti á Twitter í morgun:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert