Tíu Íslendingar í deildinni

Sævar Atli Magnússon verður liðsfélagi Kolbeins Birgis Finnssonar hjá Lyngby.
Sævar Atli Magnússon verður liðsfélagi Kolbeins Birgis Finnssonar hjá Lyngby. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kolbeinn Birgir Finnsson verður fimmti Íslendingurinn til að spila með aðalliði Lyngby. Fyrir eru hjá félaginu þeir Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon en áður hafa Hallgrímur Jónasson (2016-17) og Frederik Schram (2019-22) leikið með liðinu.

Með Kolbeini eru nú tíu Íslendingar í dönsku úrvalsdeildinni, auk þeirra Alfreðs og Sævars Atla, en keppni hefst á ný 17. febrúar eftir vetrarfríið.

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með FC Köbenhavn sem er í þriðja sæti.

Stefán Teitur Þórðarson leikur með Silkeborg sem er í fjórða sæti.

Viðtal við Kolbein er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Torfi Kristján Stefánsson: Tíu?
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert