Í fyrsta sinn í sögu Liverpool

Mohamed Salah.
Mohamed Salah. AFP/Oli Scarff

Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, heldur áfram að skrá sig í sögubækur enska félagsins.

Á fimmtudag skoraði hann í 6:1-sigri á Sparta Prag í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Var það hans 20. mark á yfirstandandi tímabili og þar með sló hann félagsmet.

Salah hefur nú skorað 20 mörk eða meira í öllum keppnum í sjö keppnistímabil í röð. Það hefur enginn annar leikmaður Liverpool afrekað áður.

Flest mörk á fyrsta tímabilinu

Egypski markahrókurinn er á sínu sjöunda tímabili með Liverpool.

Á sínu fyrsta tímabili skoraði hann 44 mörk, á öðru skoraði hann 27 mörk, á því þriðja 23 mörk, 31 mark á bæði fjórða og fimmta tímabili, 30 á síðasta tímabili og er kominn með 21 mark á tímabilinu til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert