Enn eitt stórliðið á eftir Alberti

Albert Guðmundsson á æfingu landsliðsins í Búdapest í dag.
Albert Guðmundsson á æfingu landsliðsins í Búdapest í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ítalska knattspyrnustórveldið Inter Mílanó hefur bæst við í hópinn af liðum sem eru á eftir landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni. 

Frá þessu greinir ítalski miðilinn Gazzetta dello Sport en tekur jafnframt fram að Juventus og enska félagið Tottenham hafi einnig spurst fyrir um Albert. 

Genoa er sagt vilja 30 milljónir evra fyrir Albert sem hefur farið á kostum með liðinu og er eftirsóttur af nánast hverju einasta stórliði á Ítalíu. 

Inter er gott sem búið að vinna ítölsku deildina en liðið er með 14 stiga forskot á granna sína í AC Milan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert