Þrautreyndur dómari í Wroclaw

Clément Turpin ákveðinn á svip í leik Arsenal og Porto …
Clément Turpin ákveðinn á svip í leik Arsenal og Porto í Meistaradeildinni á dögunum. AFP/Adrian Dennis

Franskur dómarasextett sér um dómgæsluna í úrslitaleik Úkraínu og Íslands um sæti á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Wroclaw í Póllandi á þriðjudagskvöldið.

Hinn reyndi Clément Turpin dæmir leikinn og aðstoðardómarar hans eru Nikolay Dano og Ervan Finzhan. Francois Letesier er fjórði dómari, Jerome Brisard stýrir myndbandsdómgæslunni og aðstoðarmaður hans er Willy Delajo.

Turpin, sem er 41 árs gamall, dæmdi úrslitaleik Meistaradeildar karla milli Liverpool og Real Madrid árið 2022 og þá dæmdi hann bæði á HM 2018 í Rússlandi og á EM 2016 í Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert