Færeyingur furðu lostinn á danska liðinu

Danska liðið hefur ekki verið að heilla marga undanfarið.
Danska liðið hefur ekki verið að heilla marga undanfarið. AFP/Ritzau Scanpix

Danmörk fær Færeyjar í heimsókn í vináttulandsleik þjóðanna í knattspyrnu karla á Bröndby-vellinum í Kaupmannahöfn annað kvöld. 

Mikil vænting er til leiksins báðum megin en danski miðilinn Tipsbladet fékk færeyska lýsandann Tróndur Ange til viðtals fyrir leikinn. 

Þar sagði hann að Færeyingar pæli ekki mikið í danska landsliðinu og að slæmt danskt landslið geti að öllum líkindum unnið færeyska landsliðið. 

Ein úrslit vöktu þó athygli í Færeyjum. Var það er Danir lentu undir gegn San Marínó, sem er í neðsta sæti heimslistans. Að lokum vann Danmörk, 2:1. 

„Leikurinn gegn San Marínó vakti mikla undrun. Eru þeir í alvöru að vinna 1:0?. Þar var ég alveg furðu lostinn. 

Hvernig geta leikmenn sem leika í sterkustu deildum heims aðeins unnið San Marínó 2:1?“ Sagði Færeyingurinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert