Meistarar þriðja skiptið í röð

Bandaríkjamenn fagna titlinum í nótt.
Bandaríkjamenn fagna titlinum í nótt. AFP/Click Thompson

Bandaríkin lögðu nágranna sína og erkifjendur í Mexíkó að velli, 2:0, í úrslitaleik Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameríku í knattspyrnu karla í Arlington í Texasríki í Bandaríkjunum í nótt.

Tyler Adams, miðjumaður Bournemouth, kom heimamönnum í forystu undir lok fyrri hálfleiks með stórkostlegu skoti langt fyrir utan vítateig sem söng uppi í samskeytunum.

Gio Reyna, kantmaður Nottingham Forest, innsiglaði svo sigurinn eftir rúmlega klukkutíma leik með góðu skoti vinstra megin úr vítateignum sem hafnaði niðri í nærhorninu.

Bandaríkin hafa þar með hrósað sigri í Þjóðadeild Norður- og Mið-Ameríku í öll þrjú skiptin sem hún hefur farið fram. Vann liðið mótið einnig árin 2023 og 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert