Danir lögðu frændur vora

Pierre-Emile Höjbjerg fagnar marki sínu í kvöld.
Pierre-Emile Höjbjerg fagnar marki sínu í kvöld. AFP/Liselotte Sabroe

Danmörk hafði betur gegn frændum vorum í Færeyjum, 2:0, þegar liðin áttust við í vináttuleik í knattspyrnu karla í Bröndby í Kaupmannahöfn í kvöld.

Pierre-Emile Höjbjerg, miðjumaður Tottenham Hotspur, kom Dönum í forystu eftir aðeins átta mínútna leik.

Mohamed Daramy, sóknarmaður Reims, innsiglaði svo sigurinn á 54. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Christian Eriksen, miðjumanni Manchester United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert