Fátt um vandræði án Messi

Ángel Di María er næststærsta stjarna Argentínu.
Ángel Di María er næststærsta stjarna Argentínu. AFP/Frrederic J. Brown

Heimsmeistarar Argentínu unnu Kosta Ríka, 3:1, í vináttulandsleik þjóðanna í knattspyrnu karla í Los Angeles í nótt. 

Lionel Messi var fjarri góðu gamni vegna meiðsla en aðrir leikmenn stigu upp í hans fjarveru. 

Manfred Ugalde kom Kosta Ríka yfir í fyrri hálfleik en mörk frá Ángel Di María, Alexis Mac Allister og Lautaro Martínez í síðari hálfleik tryggðu Argentínu sigurinn. 

Þá kom Víkingurinn Pablo Punyed inn á á 71. mínútu í jafntefli El Salvador gegn Hondúras, 1:1, í nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert