Glímdi við þunglyndi eftir HM

Richarlison glímdi við þunglyndi eftir HM í Katar.
Richarlison glímdi við þunglyndi eftir HM í Katar. AFP/Henry Nicholls

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison glímdi við þunglyndi eftir að landslið þjóðarinnar féll úr leik gegn Króatíu í átta liða úrslitum HM í Katar árið 2022. Íhugaði hann að leggja skóna á hilluna vegna þessa.

„Beint eftir HM var ég búinn að fá nóg. Ég var þunglyndur og vildi gefast upp. Ég virtist andlega sterkur en eftir HM var allt að hrynja hjá mér.

Ég vildi bara vera heima og í herberginu mínu. Ég vissi ekki hvað var í gangi í höfðinu á mér. Ég sagði við pabba minn að ég vildi hætta,“ sagði Richarlison.

Í öðru viðtali við sama miðil á dögunum sagði Richarlison að sálfræðiaðstoð hafi bjargað lífi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert