Glæsimark Stefáns Teits (myndskeið)

Stefán Teitur Þórðarson bikarmeistari með Silkeborg og besti leikmaður bikarkeppninnar …
Stefán Teitur Þórðarson bikarmeistari með Silkeborg og besti leikmaður bikarkeppninnar 2023-2024. Ljósmynd/Silkeborg

Stefán Teitur Þórðarson skoraði glæsilegt mark fyrir Silkeborg og kom sínum mönnum yfir á útivelli gegn FC Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Silkeborg tapaði 4:1.

Stefán Teitur skoraði með föstu skoti af löngu færi strax á annarri mínútu leiksins en FC Nordsjælland, sem er í harðri titilbaráttu, sneru taflinu við og unnu að lokum sannfærandi.

Stefán var valinn maður leiksins í bikarúrslitaleik Silkeborgar og AGF sem fram fór á uppstigningardag þar sem Silkeborg stóð uppi sem sigurvegari, 1:0.

Mark Stefáns má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert