Gestgjafarnir tilkynna landsliðshópinn

Jamal Musiala og Kai Havertz eru báðir í leikmannahópnum.
Jamal Musiala og Kai Havertz eru báðir í leikmannahópnum. AFP/Oliver Chassignole

Julian Nagelsmann er búinn að tilkynna landsliðshóp Þýskalands fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fer fram þar í landi í sumar. 

Nagelsmann valdi 27 leikmenn en ljóst er að einn muni detta úr hópnum þar sem að aðeins 26 leikmenn eru leyfðir. 

Nanuel Neuer, Antonio Rüdiger, Toni Kroos og Kai Havertz eru á meðal þeirra í hópnum. Þá eru þaulreyndir leikmenn eins og Mats Hummels og Leon Goretzka skildir eftir.

Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan:

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert