Í liði umferðarinnar í Frakklandi

Hákon Arnar í leiknum gegn Nantes.
Hákon Arnar í leiknum gegn Nantes. AFP/Sebastien Salom-Gomis

Knattspyrnumaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er í liði 32. umferðar frönsku 1. deildarinnar en hann lék vel fyrir Lille í sigri á Nantes á útivelli, 2:1, um helgina.

Hákon fékk 7 af 10 í einkunn fyrri frammistöðu sína í leiknum hjá virta dagblaðinu L'Équipe.

Skagamaðurinn fór rólega af stað með Lille og þurfti að sætta sig við mikla bekkjarsetu framan af tímabili. Síðan þá hefur hlutverk hans stækkað til muna og er Hákon fastamaður í liðinu.

Lille er í þriðja sæti deildarinnar með 58 stig, 15 stigum á eftir meisturum París SG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert