Meistarar þriðja árið í röð

Celtic er Skotlandsmeistari.
Celtic er Skotlandsmeistari. AFP/Andy Buchanan

Celtic tryggði sér í gærkvöld skoska meistaratitilinn í knattspyrnu karla með því að leggja Kilmarnock örugglega að velli, 5:0, í næstsíðustu umferð úrvalsdeildarinnar þar í landi.

Celtic er þar með Skotlandsmeistari þriðja árið í röð og í 54. sinn í sögunni. Nálgast félagið erkifjendurna í Rangers því óðfluga, sem hafa orðið meistarar 55 sinnum.

Þegar aðeins ein umferð er óleikin er Celtic með sex stiga forskot á Rangers í öðru sætinu og geta hinir fornu fjendur því ekki lengur náð toppliðinu að stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert