Skórnir á hilluna eftir EM

Toni Kroos mun leggja skóna á hilluna eftir Evrópumótið.
Toni Kroos mun leggja skóna á hilluna eftir Evrópumótið. AFP/Jorge Guerrero

Þýski knattspyrnumaðurinn Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, mun leggja skóna á hilluna eftir Evrópumótið í sumar. 

Toni Kroos hefur verið lykilmaður í afar sigursælu liði Real Madrid. Vann hann síðast deildina í ár og er með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann getur unnið sinn sjötta Meistaradeildartitil. 

Kroos ákvað að taka landsliðsskóna af hillunni fyrir mótið og bjuggust margir við að hann myndi þá halda áfram næstu árin. Hins vegar hefur hann ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir mótið. 

Kroos getur endað ferilinn með trompi með því að vinna Meistaradeildina og EM. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert