Colts lögðu Bears í úrslitaleik bandarísku ruðningsdeildarinnar

Dallas Clark, liðsmaður Colts, stöðvaður af Daniel Manning í liði …
Dallas Clark, liðsmaður Colts, stöðvaður af Daniel Manning í liði Bears. Reuters

Indianapolis Colts lögðu Chicago Bears í úrslitaleik bandarísku ruðningsdeildarinnar, Super Bowl, með 29 stigum gegn 17 í gær. Þetta er fyrsti Bandaríkjameistaratitill Colts í 36 ár.

Lykilmenn Indianapolis Colts voru þeir Peyton Manning, Joseph Addai, Dominic Rhodes, og Adam Vinatieri. Colts komust yfir 14-6 í fyrsta leikfjórðungi á Dolphin leikvanginum í Miami. Það var tónlistarmaðurinn Prince sem sá um að skemmta mönnum í leikhléi. Reuters segir frá þessu.

Prince skemmtir í hálfleik.
Prince skemmtir í hálfleik. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert