8.300 skráðir í Reykjavíkurmaraþon

Frá Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra
Frá Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra mbl.is/Jim Smart

Alls 8.300 hlauparar tilkynntu þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis 2007 áður en forskráningu lauk kl. 20 í gærkvöld. Sambærileg tala frá því í fyrra er 6.000 manns og því liggur fyrir að forskráðir þátttakendur eru 38% fleiri í ár.

Í tilkynningu kemur fram að keppnisgögn verða afhent í Laugardalshöll kl. 12-21 í dag og þar verður jafnframt unnt að skrá sig í allar vegalengdir hlaupsins.

„Miðað við reynslu undanfarinna ára stefnir í að fleiri taki þátt í 24. Reykjavíkurmaraþoni á morgun en nokkru sinni fyrr í sögu hlaupsins."

Niðurstaða forskráningar er annars sem hér segir:
Maraþonhlaup (42 km): 564
Hálft maraþon (21 km): 1.092
10 km hlaup: 2.508
3 km skemmtiskokk: 1.502 Latabæjarhlaup (yngri en 10 ára): 2.638
Alls forskráðir þátttakendur: 8.304

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert