Akureyringar unnu Björninn tvisvar

Árvakur/ÞÖK

Skautafélag Akureyrar styrkti stöðu sína á toppi Íslandsmótsins í íshokkí um helgina með því að sigra lið Bjarnarins tvívegis í Egilshöllinni.

Norðanmenn unnu fyrri leikinn á föstudagskvöldið af talsverðu öryggi, 14:7, og bættu um betur í gærkvöld þegar þeir sigruðu 12:3. Akureyrarliðið hefur þar með unnið 16 leiki af 18 í deildinni í vetur en Björninn hefur unnið sex leiki af fimmtán og er í þriðja sætinu, á eftir Skautafélagi Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka