Danskur hjólreiðamaður féll á lyfjaprófi

Einn úr hópi dönsku íþróttamannanna, sem valdir höfðu verið til að keppa á ólympíuleikunum í Peking, hefur fallið á lyfjaprófi. Danska íþróttasambandið ætlar að birta nafn mannsins opinberlega eftir hádegið en danskir fjölmiðlar segja að um sé að ræða hjólreiðamann.

Alls eru 84 íþróttamenn í danska ólympíuhópnum og munu þeir keppa í 16 greinum á leikunum, sem hefjast 8. ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert