Konunglegar móttökur

Rohullan Nikpai, 21 árs taekwondo glímumaður, fékk konunglegar móttökur í heimalandi sínu, Afganistan, í dag en á ólympíuleikunum í Peking varð hann fyrsti Afganinn til að vinna til verðlauna á ólympíuleikum. Nikpai fékk bronsverðlaun í 58 kílóa flokki.

Tekið var á móti Nikpai á íþróttaleikvangi í Kabúl, þeim sama og talibanar notuðu fyrir opinberar aftökur á valdatíma sínum. Þúsundir borgarbúa fögnuðu Nikpai og öðrum afgönskum íþróttamönnum, sem ekið var í vagni um leikvanginn.

Nikpai hefur verið sýndur ýmiss sómi í heimalandi sínum. Hamid Karzai, forsætisráðherra Afganistans, hringdi í Nikpai til Peking til að óska honum til hamingju. Stjórnvöld hafa gefið honum hús og í dag fékk hann nýjan Toyota bíl að gjöf. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert