Hannes Hlífar Íslandsmeistari í 10. sinn

Hannes Hlífar Stefánsson.
Hannes Hlífar Stefánsson. mbl.is/Ómar

Hannes Hlífar Stefánsson er Íslandsmeistari í skák í tíunda sinn, en í kvöld sigraði hann Guðmund Kjartansson í tíundu og næstsíðustu umferð Íslandsmótsins í skák. 

Á sama tíma sigraði Róbert Harðarson svo Henrik Danielsen og þar með munar tveimur vinningum á þeim og Hannes því þegar tryggt sér titilinn þrátt fyrir einni umferð sé ólokið.

Hannes hefur sigrað 10 sinnum á síðustu 11 árum. Það var aðeins árið 2000 sem Hannes vann ekki, en þá tók hann ekki þátt.

Ellefta og síðasta umferð fer fram á morgun laugardag og hefst kl. 14. 

Sjá nánar á www.skak.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert