Sjöunda sætið hjá Baldri Ævari

Íslenski ólympíuhópurinn. Baldur er fyrir miðju.
Íslenski ólympíuhópurinn. Baldur er fyrir miðju. mbl.is

Baldur Ævar Baldursson varð sjöundi í langstökki á ólympíumóti fatlaðra í Peking í Kína fyrir stundu. Hann jafnaði eigið Íslandsmet í greininni.

Stökk hann lengst 5.42 metra sem dugði í sjöunda sætið. Engu að síður munaði nokkuð á honum og þeim er lenti í fimmta sætinu en það sæti var takmark Baldurs fyrir mótið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert