Uppsagnir íþróttafréttamanna áhyggjuefni

Samtök íþróttafréttamanna standa að kjöri íþróttamanns ársins.
Samtök íþróttafréttamanna standa að kjöri íþróttamanns ársins. mbl.is/ÞÖK

Samtök íþróttafréttamanna ,SÍ, lýsa yfir þungum áhyggjum sínum af
uppsögnum íþróttafréttamanna að undanförnu. Á félagsfundi samtakana í dag var samþykkt að senda eftirfarandi yfirlýsingu frá SÍ.:

„Samtök íþróttafréttamanna lýsa yfir þungum áhyggjum sínum af uppsögnum íþróttafréttamanna að undanförnu. Samtökin skora á íslenska fjölmiðla að halda uppi öflugum fréttaflutningi af íþróttum sem og að standa vörð um beinar útsendingar af íslenskum íþróttum enda sýna fjölmiðlakannanir að slíkt efni nýtur mikilla vinsælda og hefur ótvírætt forvarnargildi.

Samtökin skora á fjölmiðla að leita annarra leiða til hagræðingar en harkalegan niðurskurð á íþróttaumfjöllun. Þá er skorað á fjölmiðla að standa vörð um reynslumikla sveit íslenskra þróttafréttamanna og að draga uppsagnir til baka.“

Samþykkt á félagsfundi Samtaka íþróttafréttamanna 11. desember 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert