EM í badminton: Sigur á Ungverjum

Tinna Helgadóttir og Helgi Jóhannesson tryggðu Íslandi sigur á Ungverjum …
Tinna Helgadóttir og Helgi Jóhannesson tryggðu Íslandi sigur á Ungverjum á EM í badminton í dag með því að vinna tvenndarleikinn. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Íslendingar hrósuðu sigri á Ungverjum í fyrstu umferð Evrópumóts landsliða í badminton í Liverpool nú í kvöld. Íslenska sveitin vann þrjár viðureignir en tapaði tveimur. Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir tryggðu íslenska liðinu sigur þegar þau unnu síðustu viðureign keppninnar, tvenndarleik, í tveimur lotum, 21:15, 21:13.

Magnús Ingi Helgason tapaði í einliðaleik í þremur lotum, 22:20, 19:21 og 7:21 í fyrstu viðureign landsleiksins við Ungverja. Systir hans, Tinna, jafnaði metin með öruggum sigri í einliðaleik kvenna, 21:13 og 21:14. Magnús Ingi og Helgi unnu síðan öruggan sigur í tvíliðaleik í tveimur lotum, 21:12 og 21:14.

Karitas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir töpuðu í tvíliðaleik kvenna í þriggja lotu leik, 10.21, 21:13, 16:21.

Íslenska liðið leikur í 7. riðli keppninnar og mætir Ítalíu eftir hádegið á morgun. Ítalir steinlágu í dag fyrir Úkraínu, 5:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert