Framkvæmdastjóri ÍBV hættir

Frá síldveiðunum í Vestmannaeyjahöfn nýlega.
Frá síldveiðunum í Vestmannaeyjahöfn nýlega. mbl.is/Sigurgeir

Friðbjörn Ólafur Valtýsson er hættur störfum sem framkvæmdastjóri íþróttafélagsins ÍBV í Vestmannaeyjum vegna samskiptaerfiðleika. Friðbjörn sagði við Ríkisútvarpið, að stjórn félagsins hefði vísað til ummæla hans á mbl.is um síldveiðar í Vestmannaeyjahöfn nú í vor.

Haft var eftir Friðbirni, að vonir væru bundnar við að veiðarnar myndu skila ÍBV um 15 milljónum króna.

Friðbjörn segir að stjórnarmaður félagsins hafi sagt sig hafa eyðilagt fjáröflunina með ummælum sínum um síldveiðarnar. „Það láðist alveg að biðja mig um að þegja. Það sem ég taldi ævintýri fyrir félagið reyndist vera tabú sem ég hafði ekki verið látinn vita af að ekki mætti tala um," er haft eftir Friðbirni á fréttavef Ríkisútvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert