Óvænt úrslit í stangarstökki kvenna

Anna Rogowska fer yfir 4,75 metra í Berlín í dag.
Anna Rogowska fer yfir 4,75 metra í Berlín í dag. Reuters

Jelenu Isinbajevu frá Rússlandi tókst ekki að verja heimsmeistaratitil sinn í stangarstökki kvenna á HM í Berlín í kvöld.  Þess í stað varð Anna Rogowska frá Póllandi heimsmeistari kvenna en hún stökk yfir 4,75 metra. 

Isinbajeva, sem er tvöfaldur ólympíumeistari í greininni, byrjaði ekki að stökkva fyrr en ráin var komin í 4,75 metra. Hún felldi þá hæð einu sinni en lét þá hækka í 4,80 metra og felldi þá hæð tvívegis.  

Heimsmet Isinbajevu er 5,05 metrar.

Yargeris Savigne frá Kúbu fagnaði heimsmeistaratitli í þrístökki
kvenna þar sem hún stökk 14,95 metra. Mabel Gay frá Kúbu varð önnur með
stökk upp á 14,61 metra og Anna Pyatykh frá Rússlandi varð þriðja. Heimsmetið í greininni er komið nokkuð til ára sinna en Inessa Kravets frá Úkraínu stökk 15,50 metra árið 1995 í Gautaborg.
 

Isinbajeva í stangarstökkskeppninni í Berlín í dag.
Isinbajeva í stangarstökkskeppninni í Berlín í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert