Semenya vildi ekki gullið

Hin 18 ára Caster Semenya þykir ekki nógu kvenleg og …
Hin 18 ára Caster Semenya þykir ekki nógu kvenleg og hefur því verið skylduð í kynjapróf. Reuters

 Hin suður-afríska Caster Semenya, sem vann gullið í 800 metra hlaupi kvenna á HM í Berlín á dögunum, en hefur verið skipað að gangast undir kynjapróf, segir smánina sem þeim úrskurði fylgdi, næstum hafa fengið sig til þess að taka ekki við gullverðlaunum sínum á verðlaunaafhendingunni.

„Hún sagðist ekki vilja fara upp á pallinn, en ég sagði henni að hún yrði að gera það. En hún fagnar ekki, hún vildi ekki peninginn um hálsinn, “ sagði forseti frjálsíþróttasambands Suður-Afríku, Leonard Chuene.

Dagblaðið Sowetan í Suður-Afríku tók upp málstað hlauparans er það birti fæðingarvottorð hennar á forsíðu sinni undir fyrirsögninni „Hún er stelpa,“enda er hún skráð sem slík á vottorðinu.

Þá er leiðari blaðsins einnig harðorður um málið og er yfirskrift hans: „Uss, heimsku viðrini,“ þar sem málið er sagt „augljóslega hönnuð atburðarrás.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka