Frakkar Evrópumeistarar

Franska boðhlaupssveitin í 4x100 metra hlaupi karla sigraði á Evrópumeistaramótinu …
Franska boðhlaupssveitin í 4x100 metra hlaupi karla sigraði á Evrópumeistaramótinu í Barcelona á Spáni í kvöld. Reuters

Franska boðhlaupssveitin í 4x100 metra hlaupi karla sigraði á Evrópumeistaramótinu í Barcelona á Spáni í kvöld. Þeir komu í mark á 38,11 sekúndum en sveitina skipuðu þeir Jimmy Vicaut, Christophe Lemataitre, Pierre-Alexis Pessonneux og Martial Mbandjock. Lemataitre varð þar með sá fyrsti sem nær þeim áfanga að sigra í 100, 200 og 4x100 metra boðhlaupi á Evrópumeistaramóti í frjálsíþróttum.

Endasprettur  Mbandjock tryggði Frökkum sigur en hann tók við keflinu þegar ítalska sveitin virtist vera að tryggja sér sigur. Mbandjock vann upp forskot þeirra og tryggði Frökkum sigur.

Ítalía varð í öðru sæti á 38,11 sekúndum og Þjóðverjar fengu bronsið á tímanum 38,11 sekúndum. Sveit Bretlands á enn Evrópumetið sem sveitin setti árið 1999, 37,73 sekúndur.       

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert